Það hefur heldur betur ræst úr sumrinu. Vorum að koma heim úr frábærri ferð. Fórum til vinkonu okkar í Dalsmynni. Vorum þar í góðu yfirlæti með góðum vinum. Við skoðuðum fallegann foss i næsta nágrenni en annars notuðum við tímann í að sleikja sólina, baða okkur í pottinum, borða góðan mat, drepa vespur/vespubú, rækta vinskapinn og njóta þess að vera til. Á bakaleiðinni heim fórum við að Hreðarvatni, mikið bragðaðist nestið okkar vel á þessum fallegum stað!
Við sváfum eina nótt heima en lögðum svo af stað í aðra ævintýraferð. Skelltum okkur til Reykholts með MAX og stór-fjölskyldu. Frábært veður, frábær aðstaða og frábær félagsskapur. Eftir tvo sólardaga vorum við orðin frekar brunninn en uppfull af D vítamíni ;o). Tókum tjaldið saman og keyrðum til vinafólks okkar á Ketilsstöðum. Leiðbeiningar vinafólksins voru það góðar að við fundum sumrbústaðinn án nokkurra vandræða. Þvílík fegurð, sumarbústaður við rót Heklu þar sem hraun frá 1300 er í bakgarðinum og nánast ekkert mannvirki í sjáandi nálægð. Við fengum útsýnisleiðsögn um svæðið og okkur sýndir áhugaverðir staðir í nágrenninu. Minnsti stumpurinn fann allskonar úlfa í hrauninu með góðri aðstoð og náði að bregða okkur foreldrunum nokkrum sinnum í þessu magnaða umhverfi í rökkvinu.
Á leiðinni heim spurðum við gríslingana hvað þeim fannst standa uppúr í ferðinni að þessu sinni........heimasætunni fannst magnað að fá að upplifa Heklu á annan máta " við gistum seinast á Áfangagili í gönguskála við Heklurætur, fórum í Landmannalaugar, Landmannahelli og uppá Heklu. En núna vorum við í sumarbústað með góðum vinum í fallegu rjóðri hinumegin við Heklu, gengum um hraun Heklu og hoppuðum í vikri hennar.........allt önnur upplifun :o)" ég er svo sammmála henni! Ísland er magnað land :o).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli