Samviskan

Svo mikilvægt að átta sig á hvað mataræði og hreyfingi skiptir miklu máli fyrir líðan okkar.   Þó svo við höfum þessa vitneskju þá er ekki þar með sagt að við höfum alltaf tök á að fylgja sannfæringu okkar.  Undanfarið ár hef ég tekið upp það viðhorf að ESLKA SJÁLFA MIG!  Þegar ég er á beinu brautinni þá vel ég gott, hollt og helst lífrænt fæði til að næra líkama minn eins vel og hann á skilið.  Ég vel hreyfingu sem hentar mínum líkama, tíma, aðstæðum og hleður hann orku.
Þegar ég fer út af sporinu......sem gerist!  Þá er ég ekki með samviskubit yfir því að bíta í sveitta hamborgarann, ríf mig heldur ekki niður þegar ég dýfi frönskunum í koktelsósuna.  Ég elska mig það mikið að ég hjálpa mér upp aftur á beinu brautina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli