miðvikudagur, 26. júní 2013

Eiturefni úr náttútunni safnast upp í mönnum

Samkvæmt Global Research hafa samtökin Friends of the Earth Europe sýnt frammá að mannfólk í 18 löndum í Evrópu hafa ummerki af illgresiseitri í þvagi sínu.  Hlutfall jákvæðra sýna í hverju landi fyrir sig var mismunandi.  Malta, Þýskaland, Bretland og Pólland var með mesta hlutfall en minnst í Macedonia og Sviss (http://www.globalresearch.ca/gmo-and-monsanto-glyphosate-weed-killer-found-in-human-urine-across-europe/5338868)  

Eftir nokkur ár ættum við að geta drepið fíflana í garðinum okkar einungis með því að pissa á þá......hugguleg þróun ;o).  Enn sem komið er er ekki mikið eftirlit með eiturefnum í matvælum okkar en samkvæmt IIN þá er eðlilega best að versla organic vörur.  Því miður þá eru organic vörur oft mun dýrari og þess vegna ekki alltaf vænlegur kostur fyrir budduna.  Environmental Working Group hefur sett saman lista sem segir til um hvaða ávextir og grænmeti innihalda mest/minnst af óæskilegum efnum.  Hér fyrir neðan er listinn.......gott að hafa hann bak við eyrað úti í búð þegar velja á besta kostinn fyrir þig og fjölskyldu þína ;o)  


12 með mestu óæskilegum efnum.

1.  Epli
2. Sellery
3. Jarðaber
4. Ferskjur
5. Spínat
6. Nectarinur (innfluttar)
7. Grape (innfluttar)
8. Paprika
9. Kartöflur
10. Bláber
11. Salat
12. Kál 

15 með minnst af óæskilegum efnum.

1. Laukur
2. Korn
3.Ananas
4. Avacado
5. Aspas
6. Sætar baunir
7. Mango
8. Eggaldin
9.  Melóna
10. Kiwi
11. Hvítkál
12. Vatnsmelóna
13. Sæt kartafla
14. Greipaldin
15. Sveppir

Í raun er þumalfingurreglan sú að ef ávextir/grænmeti lítur fallega út, eða þarf að líta fallega út til að við kaupum það þá er það meira sprautað en ef það er með þykkan börk eða má vera smá ljótt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli