Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að reyna að koma meira af ávöxtum og grænmeti inn í almenna fæðu barnanna minna? Ein í skólanum mínum (IIN) heldur uppi frábærri síðu með hugmyndum af skemmtilegum útfærsum að hollu millimáli fyrir börn á öllum aldri (Fun Meals 4 kids á Facebook).
Ég hef því miður ekki tekið þetta alla leið á mínu heimili en myndirnar gefa skemmtilegar hugmyndir :o).
Í skólanum hjá mínum börnum er ætlast til að millimál (nestið) sé ávaxta/grænmetisstund. Við höfum eðlilega fylgt þeirri stefnu skólans og erum mjög sátt. Ég neita því þó ekki að börnin eru stundum orðin þreytt á því nesti sem þau hafa með sér..........sem er bara hugmyndaskorti okkar að kenna.
Samkvæmt IIN er ætlast til að fæðan okkar sé ekki bara góð heldur líka falleg og jafnvel skemmtileg :o). Yngsta strumpinum mínum fannst í vetur mjög spennandi að fá með sér banana í skólann, því glaður "smjattpatti" tók á móti drengnum þegar hann opnaði nestisboxið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli