Við gengum uppá Esjuna í gær. Allir stóðu sig vel en ungviðurinn er greinilega í betra nestispásuformi en fjallgönguformi :o). Við sáum marga hlaupara á fjallinu og tókum okkur góðan tíma í að fylgjast með hörkunni í þeim. Ætlunin var að ganga upp að Steini (ca 7km upp og niður), en ákváðum svo í einni nestispásunni að breyta markmiðinu okkar og ganga ca 4,5km (upp og niður). Það eru 6 skilti á leiðinni upp Esjuna á þeim stendur hvar maður er og hvað mikið er eftir uppá topp. Þessi skilti eru hrein snylld.
 |
Við rætur Esju |
Seinustu helgi var Mt.Esja Ultra-hlaupið, en þá var hlaupið upp og niður Esjuna. Í þessu hlaupi fóru fimm hlauparar tíu ferðir upp að Steini en hægt var að fara eina, tvær, fimm eða tíu ferðir. Hver ferð er sjö km með 600 m hækkun. Sá sem sigraði í 10 ferðunum hlóp á 9 klt, 43 mín! Þetta finnst mér vera harka.......en er mjög sátt við okkar Esjugöngu!
Heimasætan fylgdist grant með klukkunni og á miðnætti böðuðum við okkur uppúr dögginni........
..........................frekar gott fótabað :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli