mánudagur, 24. júní 2013

Jónsmessunótt

Þetta sumar er hugmyndin njóta Jónsmessunnar uppá góðu fjalli í næsta nágrenni.  Eftir matinn (og sundæfingu heimasætunnar) verður haldinn fundur og ákveðið hvert skal halda. Spurning hvort einhver láti sig hafa það og velti sér nakinn uppúr dögginni?
 

Á Vísindavefnum stendur
"Það er algengur hugsunarháttur í þjóðtrú að sé farið út fyrir það sem myndar einhverja heild skapist hættuástand; alls kyns öfl, bæði góð og ill, leysist úr læðingi eða hlutir öðlist sérstaka eiginleika. Þetta á til dæmis við þegar einu ferli lýkur og annað tekur við. Þegar einum degi lýkur og annar hefst, klukkan tólf á miðnætti, fara hin myrku öfl á stjá; hið sama gerist þegar árinu lýkur, á nýársnótt og þegar sólin nær hápunkti á hringferli sínum á Jónsmessunni. Eitt af því sem magnast upp og öðlast sérstakan lækningamátt á Jónsmessunóttinni er döggin. Þess vegna er það gömul trú að mjög heilnæmt sé að velta sér nakinn upp úr dögginni þessa nótt. Geri menn það batna þeim allir sjúkdómar og þeim verður ekki misdægurt næsta árið á eftir."

Hummmm............hefur maður einhverju að tapa?


Engin ummæli:

Skrifa ummæli