Frábær sólardagur í dag, vonandi eiga þeir eftir að verða margir í sumar. Við eyddum deginum í Sléttuhlíðinni okkar, sannkölluð paradís! Slakað á, spilað, hlaupið, hjólað, borðað, dansað, hlegið, gengið, notið! Strákarnir hjóluðu í bæinn, en ég tók hlaupaskóna með og skokkaði á eftir þeim. Allir þreyttir en sáttir eftir góða helgi.
Ég var að taka þriðja prófið rétt í þessu, 29 rétt svör af 30 :o) get verið sátt. Nú er bara ein törn eftir í náminu, vá hvað tíminn er fljótur að líða!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli