Þar sem mikill sykur er í öllu gosi velja margir diet kostinn til að velja "hollara"?
Staðreyndin er sú að died drykkirnir eru ekki hollari kostur. Í stað sykurs er gervisæta í drykkjunum. Oftast innihalda drykkirnir a.m.k. tvær tegundir gervisykurs t.d. aspartame (951), cyclamate (952), saccharin (954), acesulfame-k (950) eða sucralose (955). Nær allir þessir drykkir eru merktir með "light" eða "diet" og auglýstir sem calorie free. Þar sem þessir drykkir eru ekki með calorium ættu einstaklingar að léttast við að breyta neislu sinni úr sykruðum drykkjum yfir í diet....en sú er ekki staðreyndin.
Gervisykurinn í drykkjunum m.a. örvar matarlystina og hvetur til löngunar í sætan bita.
Allra best er að sleppa gosinu og fá sér vatn. Flestir vita það en stundum langar manni bara í gos....af tvennu illu þá vel ég í þau fáu skipti sem ég fæ mér gos.......sykrað gos. Skál fyrir því ;o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli