Eitthvað annað - samkeppni
Sjá inná heimasíðu matis.is áhugaverða samkeppni þar sem hvatning er við uppbyggingu fyrirtækja og þróun verkefna í matvæla- og líftækniiðnaði með það að markmiði að auka varanlega verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi.Samkeppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað“ og vísar til þess að umræðu um nýjungar í atvinnulífi lýkur oft á þann hátt að „hægt sé að gera eitthvað annað“. Þetta óskilgreinda sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni verður tækifæri til að gera „eitthvað annað“.
Örugglega fullt af flottum hugmyndum til........nú er bara að koma þeim niður á blað og sækja um! Koma svo....til mikils að vinna! Umsóknarfrestur til 9.sept. (sjá nánar á matis.is)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli