fimmtudagur, 18. júlí 2013

Home sweet home :o)

Komin heim eftir frábæra útilegu.  Fórum fyrst á Klaustur að hitta góða vini úr grunnskóla, einn vinurinn er prestur á staðnum og bauð okkur að tjalda í garðinum ;o).  Fengum flott veður, en auðvitað rigndi líka smá ;o).  Frábær félagsskapur, góður matur, mikið spjallað, sungið, gengið, föndrað og skoðað.  Fengum leiðsögn um Klaustur frá prestinum á svæðinu og skoðuðum kabelluna, gengum að Systrafossi og Systraspapa, fórum í sund og heimsóttum lögguna á svæðinu.  Krökkunum fannst frábært að vaða í lækjarsprænu með litlum foss við Systrastapa.  Skemmtilegt hvað krakkarnir tóku vel eftir leiðsögninni......orkuboltinn minn er búinn að ræða fótsporin á steinhellunni fyrir utan Kabelluna þó nokkuð og svo fannst honum hjónakletturinn stórmerkilegur.  Frábær ferð í alla staði.  Verður vonandi endurtekin að ári. 
Áður en við héldum af stað á næsta áfangastað fengum við að gista hjá Mumma frænda í sumarbústaðinum á Stokkseyri.  Lögðum snemma af stað til Sonju í Áfangagil.  Áfangagil er undir Heklu þar sem Sonja vinkona er skálavörður.  Eftir að hafa komið okkur fyrir í einum skálanum fórum við í Landmannalaugar.  Í Landmannalaugum var allt krökt af túristum.  Það var tjald við tjald og fullt af fólki út um allt, heimamanneskjan hafði aldei séð jafn marga ofaní ánni en auðvitað bleittum við okkur smá með hinum túristunum ;o).  Heimasætunni (13 ára) fannst frekar illa gert að hafa einungis "sýningapall" hjá læknum til að skipta um föt og þurrka sér en eins og allir hinir þá lét hún sig hafa það.   Á heimleiðinni kíktum við inní Landmannahelli, þann stað er vert að skoða betur seinna.  Eftir góðan nætursvefn náðum við að kveðja hestafólkið sem gisti í einum skálanum á Áfangagili og héldum svo af stað í jeppaferð uppá Heklu.  Mikið var gaman að fara upp á Hekluna, útsýnið var ekki gott en umhverfið magnað!  Á heimleiðinni sýndi Sonja okkur upptök Rauðalæks, frekar merkilegt að sjá ánna koma undan hrauninu.  Eftir góðan nætursvefn var pakkað og stefnan tekin í "Kötluhelli" sem er tilbúinn hellir við vikjunina á svæðinu.   Við stoppuðum við ............ og tókum nokkrar myndir.  Í Þjórsárdal borðuðum við nestið okkar, þar í rjóðri er vel falið útivistasvæði, yfirbyggt grill, bekkir og snyrtileg klósettaðstaða.  Þetta svæði var ekkert merkt, gott að vera með heimamanneskju á ferðalagi ;o).  Frábær ferð í alla staði að ári verður Sonja heimsótt aftur í Áfangagil og þá verður stefnan m.a. sett á jeppaferð uppá Búrfell.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli