miðvikudagur, 21. ágúst 2013

Uppskera sumarsins hjá strumpinum mínum

Litli strumpurinn minn fór í skólagarða Hafnarfjarðar í vor.  Við hjálpuðumst að í sumar við að sinna plöntunum hans, vökva, reyta arfa og týna snigla.  Mikill lærdómur átti sér stað í þessu skóla :o) og eftir að hafa tekið upp grænmetið og gætt sér á afrakstrinum var minn maður ákveðinn í að skrá sig aftur í skólagarðana næsta sumar.




 Uppskeran var nokkuð góð.  Við fengum slatta af kartöflum (að vísu voru þær frekar litlar), radísur, gulrætur, rófur, rauðkál, blómkál, grænkál, nokkrar kryddjurtir og fallegt blóm :o).  Strumpinum fannst blómkálið best......það komst ekki einu sinni heim, þ.e. hann kláraði það á staðnum.  Gulræturnar voru líka mjög góðar "miklu betri en þessar stóru í Bónus " en radísurnar voru EKKI eins góðar.  Um kvöldið suðum við ýsu með soðnum glænýjum kartöflum og rófum.  Namm!


föstudagur, 9. ágúst 2013

Heimasíðan mín

Hér er heimasíðan mín sem skólinn skaffar okkur.  Ég er að vinna í henni, er ekki búin að íslenska hana......góðir hlutir gerast hægt!
http://hulda-slveig-jhannsdttir.healthcoach.integrativenutrition.com/