laugardagur, 22. febrúar 2014

Náum áttum með Skrefi í rétta átt ;o)

Skref í rétta átt býður uppá lífsstíl- og heilsumarkþjálfun sem kallast Náum áttum.  Markmið þjálfunarinnar er að aðstoða einstaklinginn við vera besta eintakið af sjálfum sér.   Um einstaklingsmiðaða nálgun er að ræða sem hefst þó alltaf á 40 mín byrjunarviðtali.  Viðtalið getur farið fram augliti til auglitis, í gegnum Skype eða í gegnum síma.

Í þjálfuninni er m.a. farið yfir markmið, næringu, fæðuval, hreyfingu, venjur, hindranir, líðan, samskipti, svo eitthvað sé nefnt.  


Fyrirspurnum verður svarað í skilaboðum eða á netfanginu skrefirettaatt@gmail.com

Hlakka til að heyra frá ykkur
heilsukveðja, Hulda Sólveig íþróttafræðingur og heilsumarkþjálfi

mánudagur, 4. nóvember 2013

Hvað velja börnin sér sem millimál?

Ef þú færir með barn í stórmarkað og gæfir því frjálsar hendum með millimál hvað ætli það velji sér?  Á mínu heimili væri pottþétt stoppað fyrir framan kexhilluna og litadýrðin skoðuð......mömmunni til mikils ama.  Auðvitað viljum við að börnin velji af sjálfdáðum holla fæðu.  Hvað ætli við getum gert til að þau stoppi frekar inní grænmetis/ávaxtakæli og skoði litadýrðina þar?
Frú Obama er með eina lausn :o).  Ég held að mikið sé til í þessari hugmynd og gaman verður að fylgjast með framvindu mála.
Frú Obama og ný nálgun á markaðsetningu á ávextum og grænmeti.

Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir okkur

Hér er skemmtilegt 9 mín myndband um mikilvægi hreyfingar.  Ný nálgun á mikilvægi hreyfingar ;o)Dr Mike a youtupe

sunnudagur, 20. október 2013

Ofþyngd í USA 1990-2010

Þyngdaraukning hefur orðið gríðalega mikil í USA síðustu ár.   Á undanförnum 20 árum hefur verið mikil aukning í offitu í Bandaríkjunum sem því miður virðist halda áfram að aukast. Meira en þriðjungur fullorðinna Bandaríkjamanna (35,7%) og um 17% (eða 12,5 milljónir) barna og unglinga á aldrinum 2-19 ára eru of þungir.  Þegar talað er um vera of þungur er miðað við BMI stuðul (Body Mass Index).  

Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita fyrir fullorðna skilgreind á eftirfarandi hátt:
VannæringKjörþyngdOfþyngdOffita
BMI < 18.5 BMI: 18.5 -24.9  BMI: 25.0 - 29.9 BMI ≥ 30 

Hægt er að athuga hvort þyngd sé innan æskilegra marka með því að deila í þyngd í kílóum með hæð í metrum í öðru veldi (kg/m2). Þannig fæst ákveðinn stuðull sem nefnist BMI (Body Mass Index). 


Áhrifamikið að skoða myndina neðst á þessari síðu.

Reiknaðu líkamsþyngdarstuðul þinn (BMI)

Úr dvala

sæl aftur

Tölvan loksins komin í hús aftur.  Þá er bara að spýta í lófana og halda áfram að deila áhuga mínum á heilsu.  Ég er enn að leita að slagorði sem grípur og segir til um skoðun mína á heilsueflingu.  Hef verið að velta fyrir mér "Heilsa óháð líkamsþyngd" en finnst það þó segja bara hálfa sögu því HEILSA er svo mikið meira en bara það sem við setjum ofaní okkur.
Hér er góður pistll á bleikt.is.
http://bleikt.pressan.is/lesa/einfaldar-leidir-ad-betri-heilsu/