sunnudagur, 20. október 2013

Ofþyngd í USA 1990-2010

Þyngdaraukning hefur orðið gríðalega mikil í USA síðustu ár.   Á undanförnum 20 árum hefur verið mikil aukning í offitu í Bandaríkjunum sem því miður virðist halda áfram að aukast. Meira en þriðjungur fullorðinna Bandaríkjamanna (35,7%) og um 17% (eða 12,5 milljónir) barna og unglinga á aldrinum 2-19 ára eru of þungir.  Þegar talað er um vera of þungur er miðað við BMI stuðul (Body Mass Index).  

Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita fyrir fullorðna skilgreind á eftirfarandi hátt:
VannæringKjörþyngdOfþyngdOffita
BMI < 18.5 BMI: 18.5 -24.9  BMI: 25.0 - 29.9 BMI ≥ 30 

Hægt er að athuga hvort þyngd sé innan æskilegra marka með því að deila í þyngd í kílóum með hæð í metrum í öðru veldi (kg/m2). Þannig fæst ákveðinn stuðull sem nefnist BMI (Body Mass Index). 


Áhrifamikið að skoða myndina neðst á þessari síðu.

Reiknaðu líkamsþyngdarstuðul þinn (BMI)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli