Ég er ein af þeim sem á erfitt með að finna tíma fyrir reglulega líkamsrækt. Undanfarin ár hef ég reynt að mæta í ræktina á morgnana fyrir vinnu þar sem sá tími er besti tíminn ef taka á tillit til fjölskyldunnar. Ég get vel mætt í nokkur skipti en verð að viðurkenna að mér finnst svefninn líka mjög mikilvægur! Eftir vinnu eru krakkarnir að fara á æfingar (skutl) og minnsti strumpurinn minn er það viðkvæmur að hann þarf "rólega" stund eftir langann skóladag. Eftir kvöldmat er tími til að sprikla en þá er þreytan oft farin að segja til sín eftir annarsaman dag og sófinn heillar oftar en ekki.
Núna í sumar hef ég tekið upp þann sið að stunda yoga heima í stofu þegar ég á lausa stund. Fann frábæra síðu þar sem tímarnir eru ókeypis (ekki verra) og hægt er að velja hvaða tegund af yoga sem hentar, hve lengi sem hentar, hvaða erfileika sem hentar og jafnvel hægt að velja kennara. Yoga heima í stofu
Þar sem ég virðist ekki koma reglulegri þjálfun inn í daglegt líf mitt tók ég meðvitaða ákvörðun fyrir þó nokkru um að lifa hreyfanlegu lífi.
Með hreyfanlegu lífi er ég m.a. að tala um að reyna að;
- hjóla eins mikið og ég get, bæði á sumrin og á vetunar.
- ganga upp stiga í stað þess að taka lyftu (nema ég sé auðvitað í tímaþröng).
- setjast helst ekki niður í kennslu.
- sýna flestar æfingar (er m.a. að kenna íþróttir í skóla).
- nota hvert tækifæri sem gefst til að fara í göngur, langar eða stuttar.
- fagna hverri skipulagðri æfingu sem ég kemst á í stað þess að pirra mig á því að komast ekki oftar.
- stunda yoga heima í stofu þegar rólegt er heima, a.m.k. 3x í viku.
- leika með krökkunum og líta á hreyfinguna sem ég fæ út úr hamaganginum sem bonus.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli