þriðjudagur, 30. júlí 2013

Hugmyndir fyrir næsta vetur í íþróttakennsluna.

Nú styttist í að skólinn byrji aftur.  Ekki það ég sé að reyna að hugsa um vinnuna en ómeðvitað er undirbúningum byrjaður fyrir næsta vetur. 

Ætla að kaupa málningalímband fyrir næsta vetur, frábær hugmynd að teypa líka POKO völl í salinn.

Frábær hugmynd, en ég er ekki að sjá hvernig hægt er að geyma ærlegheitin......allar hugmyndir vel þegnar!

Ætla að útfæra þessa hugmynd í boðhlaupstíl.

Frábær hugmynd á bylgjupappa eða plastdúk, sé þetta fyrir mér sem eina stöð í salnum.

Orkuboltinn minn frekar mikið krútt ;o)




sunnudagur, 28. júlí 2013

Sumarið notað til að ferðast ;o)

Það hefur heldur betur ræst úr sumrinu.  Vorum að koma heim úr frábærri ferð.  Fórum til vinkonu okkar í Dalsmynni.  Vorum þar í góðu yfirlæti með góðum vinum.  Við skoðuðum fallegann foss i næsta nágrenni en annars notuðum við tímann í að sleikja sólina, baða okkur í pottinum, borða góðan mat, drepa vespur/vespubú, rækta vinskapinn og njóta þess að vera til.  Á bakaleiðinni heim fórum við að Hreðarvatni, mikið bragðaðist nestið okkar vel á þessum fallegum stað!
Við sváfum eina nótt heima en lögðum svo af stað í aðra ævintýraferð.  Skelltum okkur til Reykholts með MAX og stór-fjölskyldu.  Frábært veður, frábær aðstaða og frábær félagsskapur.  Eftir tvo sólardaga vorum við orðin frekar brunninn en uppfull af D vítamíni ;o).  Tókum tjaldið saman og keyrðum til vinafólks okkar á Ketilsstöðum.  Leiðbeiningar vinafólksins voru það góðar að við fundum sumrbústaðinn án nokkurra vandræða.  Þvílík fegurð, sumarbústaður við rót Heklu þar sem hraun frá 1300 er í bakgarðinum og nánast ekkert mannvirki í sjáandi nálægð.  Við fengum útsýnisleiðsögn um svæðið og okkur sýndir áhugaverðir staðir í nágrenninu.    Minnsti stumpurinn fann allskonar úlfa í hrauninu með góðri aðstoð og náði að bregða okkur foreldrunum nokkrum sinnum í þessu magnaða umhverfi í rökkvinu.
Á leiðinni heim spurðum við gríslingana hvað þeim fannst standa uppúr í ferðinni að þessu sinni........heimasætunni fannst magnað að fá að upplifa Heklu á annan máta " við gistum seinast á Áfangagili í gönguskála við Heklurætur, fórum í Landmannalaugar, Landmannahelli og uppá Heklu.  En núna vorum við í sumarbústað með góðum vinum í fallegu rjóðri hinumegin við Heklu, gengum um hraun Heklu og hoppuðum í vikri hennar.........allt önnur upplifun :o)"  ég er svo sammmála henni!  Ísland er magnað land :o).

föstudagur, 19. júlí 2013

Eggaðu þig upp

Heiti potturinn

Á-i

fimmtudagur, 18. júlí 2013

Home sweet home :o)

Komin heim eftir frábæra útilegu.  Fórum fyrst á Klaustur að hitta góða vini úr grunnskóla, einn vinurinn er prestur á staðnum og bauð okkur að tjalda í garðinum ;o).  Fengum flott veður, en auðvitað rigndi líka smá ;o).  Frábær félagsskapur, góður matur, mikið spjallað, sungið, gengið, föndrað og skoðað.  Fengum leiðsögn um Klaustur frá prestinum á svæðinu og skoðuðum kabelluna, gengum að Systrafossi og Systraspapa, fórum í sund og heimsóttum lögguna á svæðinu.  Krökkunum fannst frábært að vaða í lækjarsprænu með litlum foss við Systrastapa.  Skemmtilegt hvað krakkarnir tóku vel eftir leiðsögninni......orkuboltinn minn er búinn að ræða fótsporin á steinhellunni fyrir utan Kabelluna þó nokkuð og svo fannst honum hjónakletturinn stórmerkilegur.  Frábær ferð í alla staði.  Verður vonandi endurtekin að ári. 
Áður en við héldum af stað á næsta áfangastað fengum við að gista hjá Mumma frænda í sumarbústaðinum á Stokkseyri.  Lögðum snemma af stað til Sonju í Áfangagil.  Áfangagil er undir Heklu þar sem Sonja vinkona er skálavörður.  Eftir að hafa komið okkur fyrir í einum skálanum fórum við í Landmannalaugar.  Í Landmannalaugum var allt krökt af túristum.  Það var tjald við tjald og fullt af fólki út um allt, heimamanneskjan hafði aldei séð jafn marga ofaní ánni en auðvitað bleittum við okkur smá með hinum túristunum ;o).  Heimasætunni (13 ára) fannst frekar illa gert að hafa einungis "sýningapall" hjá læknum til að skipta um föt og þurrka sér en eins og allir hinir þá lét hún sig hafa það.   Á heimleiðinni kíktum við inní Landmannahelli, þann stað er vert að skoða betur seinna.  Eftir góðan nætursvefn náðum við að kveðja hestafólkið sem gisti í einum skálanum á Áfangagili og héldum svo af stað í jeppaferð uppá Heklu.  Mikið var gaman að fara upp á Hekluna, útsýnið var ekki gott en umhverfið magnað!  Á heimleiðinni sýndi Sonja okkur upptök Rauðalæks, frekar merkilegt að sjá ánna koma undan hrauninu.  Eftir góðan nætursvefn var pakkað og stefnan tekin í "Kötluhelli" sem er tilbúinn hellir við vikjunina á svæðinu.   Við stoppuðum við ............ og tókum nokkrar myndir.  Í Þjórsárdal borðuðum við nestið okkar, þar í rjóðri er vel falið útivistasvæði, yfirbyggt grill, bekkir og snyrtileg klósettaðstaða.  Þetta svæði var ekkert merkt, gott að vera með heimamanneskju á ferðalagi ;o).  Frábær ferð í alla staði að ári verður Sonja heimsótt aftur í Áfangagil og þá verður stefnan m.a. sett á jeppaferð uppá Búrfell.

laugardagur, 6. júlí 2013

Hreyfum okkur, heilsunnar vegna ;o)


Salat


Rigningardagur

Veðrið er ekki uppá marga fiska í dag.  Heimasætan fékk að fara með vinkonu sinni í veiðiferð yfir helgina en stákarnir eru ekki að kaupa þá hugmynd foreldranna að fara út að leika.  Eitt af því sem börnunum mínum finnst skemmilegt að gera er að dunda í eldhúsinu.  Afraksturinn getur verið mjög skemmtilegur þegar þessir tveir fá "lausan" tauminn í að blanda græna bombu.
Verið að skera niður og afhýða
Passa puttana!

Hér held ég að þeir hafi sett:

Kál (nokkrar tegundir sem voru til í ísskápnum)
1 epli
smá mango
1/2 avakado
graskersfræ
vatn
klakar
kókosmjólk (dash)
kókos+ananas safi (oggu pínu)
Stór hluti af ferlinu er að smakka bombuna
.......þeir gætu hafa sett eitthvað meira......en við munum ekki eftir því í augnablikinu.

Afraksturinn varð frábær, nammi namm :o)
Fullkomið

Þegar við gerum græna bombu hugum við alltaf að:
-hafa grænt grænmeti í grunninn
-hafa kannski e-ð meira grænmeti til uppfyllingar
-hafa einhverskonar prótein í bombuna
-setja einhverskonar olíu
-setja einhvern vökva.....þó meirihlutann vatn
-ef til vill klaka
-setja ávexti til að fá sætt bragð (erum þó alltaf að minnka magnið :o)
-má setja e-rja sætu í bombuna eftir því í hvernig stuði bombugerðarmaðurinn er í.


Verið að njóta







fimmtudagur, 4. júlí 2013

Yoga heima í stofu

Ég er ein af þeim sem á erfitt með að finna tíma fyrir reglulega líkamsrækt.  Undanfarin ár hef ég reynt að mæta í ræktina á morgnana fyrir vinnu þar sem sá tími er besti tíminn ef taka á tillit til fjölskyldunnar.  Ég get vel mætt í nokkur skipti en verð að viðurkenna að mér finnst svefninn líka mjög mikilvægur!  Eftir vinnu eru krakkarnir að fara á æfingar (skutl) og minnsti strumpurinn minn er það viðkvæmur að hann þarf "rólega" stund eftir langann skóladag.  Eftir kvöldmat er tími til að sprikla en þá er þreytan oft farin að segja til sín eftir annarsaman dag og sófinn heillar oftar en ekki.
Núna í sumar hef ég tekið upp þann sið að stunda yoga heima í stofu þegar ég á lausa stund.  Fann frábæra síðu þar sem tímarnir eru ókeypis (ekki verra) og hægt er að velja hvaða tegund af yoga sem hentar, hve lengi sem hentar, hvaða erfileika sem hentar og jafnvel hægt að velja kennara. Yoga heima í stofu

Þar sem ég virðist ekki koma reglulegri þjálfun inn í daglegt líf mitt tók ég meðvitaða ákvörðun fyrir þó nokkru um að lifa hreyfanlegu lífi.
Með hreyfanlegu lífi er ég m.a. að tala um að reyna að;
- hjóla eins mikið og ég get, bæði á sumrin og á vetunar.
- ganga upp stiga í stað þess að taka lyftu (nema ég sé auðvitað í tímaþröng).
- setjast helst ekki niður í kennslu.
- sýna flestar æfingar (er m.a. að kenna íþróttir í skóla).
- nota hvert tækifæri sem gefst til að fara í göngur, langar eða stuttar.
- fagna hverri skipulagðri æfingu sem ég kemst á í stað þess að pirra mig á því að komast ekki oftar.
- stunda yoga heima í stofu þegar rólegt er heima, a.m.k. 3x í viku.
- leika með krökkunum og líta á hreyfinguna sem ég fæ út úr hamaganginum sem bonus.


Er nóg gas eftir á kútnum?

Hversu leiðinlegt er að vera að grilla á gasgrillinu og klára gasið af kútnum áður en maturinn er tilbúinn?  Góð leið til að vita hvort kúturinn sé að verða tómur er að hella heitu vatni á gaskútinn.  Þegar komið er við kútinn er hann heitur þar sem ekkert gas er í kútnum en kaldur þar sem gasið er.  Sniðugt fyrir þá sem er með járnkúta.

þriðjudagur, 2. júlí 2013

Svo mikið til þessu


Gosdrykkir, sykur eða diet?

Sá frábæra augýsingu um daginn.....þar var gæji að éta sykurmola í massavís á bar (ætli hann hafi ekki hakkað í sig 15-20 molum). Fólkið í kringum hann var frekar hissa og horfði á hann með viðbjóði ;o) á meðan þau sötruðu á sykraða gosinu sínu :o)
Þar sem mikill sykur er í öllu gosi velja  margir diet kostinn til að velja "hollara"?  
Staðreyndin er sú að died drykkirnir eru ekki hollari kostur.  Í stað sykurs er gervisæta í drykkjunum.  Oftast innihalda drykkirnir a.m.k. tvær tegundir gervisykurs t.d. aspartame (951), cyclamate (952), saccharin (954), acesulfame-k (950) eða sucralose (955).  Nær allir þessir drykkir eru merktir með "light" eða "diet" og auglýstir sem calorie free.  Þar sem þessir drykkir eru ekki með calorium ættu einstaklingar að léttast við að breyta neislu sinni úr sykruðum drykkjum yfir í diet....en sú er ekki staðreyndin. 
Gervisykurinn í drykkjunum m.a. örvar matarlystina og hvetur til löngunar í sætan bita. 

Allra best er að sleppa gosinu og fá sér vatn.  Flestir vita það en stundum langar manni bara í gos....af tvennu illu þá vel ég í þau fáu skipti sem ég fæ mér gos.......sykrað gos.  Skál fyrir því ;o)

Matís og Landsbankinn með samkeppni

Eitthvað annað - samkeppni

Sjá inná heimasíðu matis.is áhugaverða samkeppni þar sem hvatning er við uppbyggingu fyrirtækja og þróun verkefna í matvæla- og líftækniiðnaði með það að markmiði að auka varanlega verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. 
Samkeppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað“ og vísar til þess að umræðu um nýjungar í atvinnulífi lýkur oft á þann hátt að „hægt sé að gera eitthvað annað“. Þetta óskilgreinda sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni verður tækifæri til að gera „eitthvað annað“. 
Örugglega fullt af flottum hugmyndum til........nú er bara að koma þeim niður á blað og sækja um!  Koma svo....til mikils að vinna!  Umsóknarfrestur til 9.sept.   (sjá nánar á matis.is)

Góðan daginn

Gaman að borða þessa ;o)