Hulda Sólveig Jóhannsdóttir Íþróttafræðingur BSc. & heilsumarkþjálfi frá IIN
sunnudagur, 30. júní 2013
Í garðinum :o)
Er með graslauk og myntu í garðinum mínum, sem "skraut". Ég setti líka grænmeti og kryddjurtir í grænmetiskassann.......hlakka til að sjá hvernig uppskeran verður. Rabbarbarinn er flottur, fyrsta uppskeran tilbúin.
Markaðsetning
Er fæða sem er markaðsett fyrir heilsuna betri fyrir þig? Gott að hafa í huga..... ef þú þekkir ekki eitthvað í innihaldslýsingu vöru og/eða getur jafnvel ekki borið það framm þá skaltu setja vöruna aftur á sinn stað ;o) .
Það sem er hollt er oftast ekki mikið auglýst og er með stutta innihaldslýsingu.
Það sem er hollt er oftast ekki mikið auglýst og er með stutta innihaldslýsingu.
laugardagur, 29. júní 2013
Hléæfingar
Matarmarkaður á Lækjartorgi
Það væri gaman að kíkja á matarmarkaðinn
á Lækjartorgi einhvern laugardaginn. Hann á að vera á hverjum laugardegi í júlí eða í fjögur skipti. Fyrsti
markaðurinn verður 6. júlí kl 11-16.
Margir aðilar verða með vörur sínar, bændur og aðrir.
Margir aðilar verða með vörur sínar, bændur og aðrir.
föstudagur, 28. júní 2013
Frægur?
Jæja þá eru Papparazzarnir búnir að uppgötva fegurð okkar.......þetta er frekar skondið, á forsíðu í blaðinu HAFNARFJÖRÐUR og í Fjarðarpóstinum........ætli við komum ekki í Morgunblaðinu um helgina ;o)?
fimmtudagur, 27. júní 2013
Kvöldganga
Saumaklúbburinn skellti sér í kvöldgöngu uppá Helgafellið í Hafnarfirði. Fengum rosa gott veður og náðum að spjalla og spjalla :o).
%#" góð uppskriftarsíða
Enn ein uppskriftarsíðan.......þó með smá sérstöðu ;o) http://thugkitchen.com/ fer oft smá hjá mér þegar ég skoða þessar uppskriftir.
miðvikudagur, 26. júní 2013
Eiturefni úr náttútunni safnast upp í mönnum
Samkvæmt Global Research hafa samtökin Friends of the Earth Europe sýnt frammá að mannfólk í 18 löndum í Evrópu hafa ummerki af illgresiseitri í þvagi sínu. Hlutfall jákvæðra sýna í hverju landi fyrir sig var mismunandi. Malta, Þýskaland, Bretland og Pólland var með mesta hlutfall en minnst í Macedonia og Sviss (http://www.globalresearch.ca/ gmo-and-monsanto-glyphosate-wee d-killer-found-in-human-urine- across-europe/5338868)
Eftir nokkur ár ættum við að geta drepið fíflana í garðinum okkar einungis með því að pissa á þá......hugguleg þróun ;o). Enn sem komið er er ekki mikið eftirlit með eiturefnum í matvælum okkar en samkvæmt IIN þá er eðlilega best að versla organic vörur. Því miður þá eru organic vörur oft mun dýrari og þess vegna ekki alltaf vænlegur kostur fyrir budduna. Environmental Working Group hefur sett saman lista sem segir til um hvaða ávextir og grænmeti innihalda mest/minnst af óæskilegum efnum. Hér fyrir neðan er listinn.......gott að hafa hann bak við eyrað úti í búð þegar velja á besta kostinn fyrir þig og fjölskyldu þína ;o)
2. Sellery
3. Jarðaber
4. Ferskjur
5. Spínat
6. Nectarinur (innfluttar)
7. Grape (innfluttar)
8. Paprika
9. Kartöflur
10. Bláber
11. Salat
Eftir nokkur ár ættum við að geta drepið fíflana í garðinum okkar einungis með því að pissa á þá......hugguleg þróun ;o). Enn sem komið er er ekki mikið eftirlit með eiturefnum í matvælum okkar en samkvæmt IIN þá er eðlilega best að versla organic vörur. Því miður þá eru organic vörur oft mun dýrari og þess vegna ekki alltaf vænlegur kostur fyrir budduna. Environmental Working Group hefur sett saman lista sem segir til um hvaða ávextir og grænmeti innihalda mest/minnst af óæskilegum efnum. Hér fyrir neðan er listinn.......gott að hafa hann bak við eyrað úti í búð þegar velja á besta kostinn fyrir þig og fjölskyldu þína ;o)
12 með mestu óæskilegum efnum.
1. Epli2. Sellery
3. Jarðaber
4. Ferskjur
5. Spínat
6. Nectarinur (innfluttar)
7. Grape (innfluttar)
8. Paprika
9. Kartöflur
10. Bláber
11. Salat
12. Kál
15 með minnst af óæskilegum efnum.
1. Laukur
2. Korn
3.Ananas
4. Avacado
5. Aspas
6. Sætar baunir
7. Mango
8. Eggaldin
9. Melóna
10. Kiwi
11. Hvítkál
12. Vatnsmelóna
13. Sæt kartafla
14. Greipaldin
15. Sveppir
Í raun er þumalfingurreglan sú að ef ávextir/grænmeti lítur fallega út, eða þarf að líta fallega út til að við kaupum það þá er það meira sprautað en ef það er með þykkan börk eða má vera smá ljótt.
Skemmtileg næring
Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að reyna að koma meira af ávöxtum og grænmeti inn í almenna fæðu barnanna minna? Ein í skólanum mínum (IIN) heldur uppi frábærri síðu með hugmyndum af skemmtilegum útfærsum að hollu millimáli fyrir börn á öllum aldri (Fun Meals 4 kids á Facebook).
Ég hef því miður ekki tekið þetta alla leið á mínu heimili en myndirnar gefa skemmtilegar hugmyndir :o).
Í skólanum hjá mínum börnum er ætlast til að millimál (nestið) sé ávaxta/grænmetisstund. Við höfum eðlilega fylgt þeirri stefnu skólans og erum mjög sátt. Ég neita því þó ekki að börnin eru stundum orðin þreytt á því nesti sem þau hafa með sér..........sem er bara hugmyndaskorti okkar að kenna.
Samkvæmt IIN er ætlast til að fæðan okkar sé ekki bara góð heldur líka falleg og jafnvel skemmtileg :o). Yngsta strumpinum mínum fannst í vetur mjög spennandi að fá með sér banana í skólann, því glaður "smjattpatti" tók á móti drengnum þegar hann opnaði nestisboxið.
Ég hef því miður ekki tekið þetta alla leið á mínu heimili en myndirnar gefa skemmtilegar hugmyndir :o).
Í skólanum hjá mínum börnum er ætlast til að millimál (nestið) sé ávaxta/grænmetisstund. Við höfum eðlilega fylgt þeirri stefnu skólans og erum mjög sátt. Ég neita því þó ekki að börnin eru stundum orðin þreytt á því nesti sem þau hafa með sér..........sem er bara hugmyndaskorti okkar að kenna.
Samkvæmt IIN er ætlast til að fæðan okkar sé ekki bara góð heldur líka falleg og jafnvel skemmtileg :o). Yngsta strumpinum mínum fannst í vetur mjög spennandi að fá með sér banana í skólann, því glaður "smjattpatti" tók á móti drengnum þegar hann opnaði nestisboxið.
þriðjudagur, 25. júní 2013
Hafnarfjarðarmeistaramót í dorgveiði
Esjan á Jónsmessunótt
Við gengum uppá Esjuna í gær. Allir stóðu sig vel en ungviðurinn er greinilega í betra nestispásuformi en fjallgönguformi :o). Við sáum marga hlaupara á fjallinu og tókum okkur góðan tíma í að fylgjast með hörkunni í þeim. Ætlunin var að ganga upp að Steini (ca 7km upp og niður), en ákváðum svo í einni nestispásunni að breyta markmiðinu okkar og ganga ca 4,5km (upp og niður). Það eru 6 skilti á leiðinni upp Esjuna á þeim stendur hvar maður er og hvað mikið er eftir uppá topp. Þessi skilti eru hrein snylld.
Seinustu helgi var Mt.Esja Ultra-hlaupið, en þá var hlaupið upp og niður Esjuna. Í þessu hlaupi fóru fimm hlauparar tíu ferðir upp að Steini en hægt var að fara eina, tvær, fimm eða tíu ferðir. Hver ferð er sjö km með 600 m hækkun. Sá sem sigraði í 10 ferðunum hlóp á 9 klt, 43 mín! Þetta finnst mér vera harka.......en er mjög sátt við okkar Esjugöngu!
Heimasætan fylgdist grant með klukkunni og á miðnætti böðuðum við okkur uppúr dögginni........
..........................frekar gott fótabað :o)
![]() |
| Við rætur Esju |
![]() |
Seinustu helgi var Mt.Esja Ultra-hlaupið, en þá var hlaupið upp og niður Esjuna. Í þessu hlaupi fóru fimm hlauparar tíu ferðir upp að Steini en hægt var að fara eina, tvær, fimm eða tíu ferðir. Hver ferð er sjö km með 600 m hækkun. Sá sem sigraði í 10 ferðunum hlóp á 9 klt, 43 mín! Þetta finnst mér vera harka.......en er mjög sátt við okkar Esjugöngu!
Heimasætan fylgdist grant með klukkunni og á miðnætti böðuðum við okkur uppúr dögginni........
![]() | |||
mánudagur, 24. júní 2013
Jónsmessunótt
Þetta sumar er hugmyndin njóta Jónsmessunnar uppá góðu fjalli í næsta nágrenni. Eftir matinn (og sundæfingu heimasætunnar) verður haldinn fundur og ákveðið hvert skal halda. Spurning hvort einhver láti sig hafa það og velti sér nakinn uppúr dögginni?
Á Vísindavefnum stendur
"Það er algengur hugsunarháttur í þjóðtrú að sé farið út fyrir það sem myndar einhverja heild skapist hættuástand; alls kyns öfl, bæði góð og ill, leysist úr læðingi eða hlutir öðlist sérstaka eiginleika. Þetta á til dæmis við þegar einu ferli lýkur og annað tekur við. Þegar einum degi lýkur og annar hefst, klukkan tólf á miðnætti, fara hin myrku öfl á stjá; hið sama gerist þegar árinu lýkur, á nýársnótt og þegar sólin nær hápunkti á hringferli sínum á Jónsmessunni. Eitt af því sem magnast upp og öðlast sérstakan lækningamátt á Jónsmessunóttinni er döggin. Þess vegna er það gömul trú að mjög heilnæmt sé að velta sér nakinn upp úr dögginni þessa nótt. Geri menn það batna þeim allir sjúkdómar og þeim verður ekki misdægurt næsta árið á eftir."
Hummmm............hefur maður einhverju að tapa?
Á Vísindavefnum stendur
"Það er algengur hugsunarháttur í þjóðtrú að sé farið út fyrir það sem myndar einhverja heild skapist hættuástand; alls kyns öfl, bæði góð og ill, leysist úr læðingi eða hlutir öðlist sérstaka eiginleika. Þetta á til dæmis við þegar einu ferli lýkur og annað tekur við. Þegar einum degi lýkur og annar hefst, klukkan tólf á miðnætti, fara hin myrku öfl á stjá; hið sama gerist þegar árinu lýkur, á nýársnótt og þegar sólin nær hápunkti á hringferli sínum á Jónsmessunni. Eitt af því sem magnast upp og öðlast sérstakan lækningamátt á Jónsmessunóttinni er döggin. Þess vegna er það gömul trú að mjög heilnæmt sé að velta sér nakinn upp úr dögginni þessa nótt. Geri menn það batna þeim allir sjúkdómar og þeim verður ekki misdægurt næsta árið á eftir."
Hummmm............hefur maður einhverju að tapa?
sunnudagur, 23. júní 2013
Sumarganga
Leggjabrjótur á Sumarsólstöðu.
Gengum frá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð. Frábær gönguleið og ferðafélagarnir voru ekki af verri kantinum. Gengum 16 km á þægilegum hraða, vorum ca 5 klt með góðum stoppum.
Gengum frá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð. Frábær gönguleið og ferðafélagarnir voru ekki af verri kantinum. Gengum 16 km á þægilegum hraða, vorum ca 5 klt með góðum stoppum.
Sumarganga
Costa del Sléttuhlíð
Frábær sólardagur í dag, vonandi eiga þeir eftir að verða margir í sumar. Við eyddum deginum í Sléttuhlíðinni okkar, sannkölluð paradís! Slakað á, spilað, hlaupið, hjólað, borðað, dansað, hlegið, gengið, notið! Strákarnir hjóluðu í bæinn, en ég tók hlaupaskóna með og skokkaði á eftir þeim. Allir þreyttir en sáttir eftir góða helgi.
Ég var að taka þriðja prófið rétt í þessu, 29 rétt svör af 30 :o) get verið sátt. Nú er bara ein törn eftir í náminu, vá hvað tíminn er fljótur að líða!
Ég var að taka þriðja prófið rétt í þessu, 29 rétt svör af 30 :o) get verið sátt. Nú er bara ein törn eftir í náminu, vá hvað tíminn er fljótur að líða!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
































